Góð þumalputtaregla um óeðlileg fjármálatengsl stjórnmálaflokka og peningafursta er, hversu andvígur viðkomandi flokkur er lögum um gegnsæi þessara tengsla. Þetta er miklu öruggari mælikvarði en getsakir forsætisráðherra okkar um óeðlileg tengsl óvinsælla peningafursta við aðra flokka en hans eigin.