Paul Wolfowitz og John Bolton

Punktar

Til að undirstrika, að síðbúnar sleikjur George W. Bush og Condoleezza Rice í garð Evrópu eru marklausar, hafa þeir félagar John Bolton og Paul Wolfowitz verið skipaðir í stöður, þar sem samskiptin við Evrópu skipta lykilmáli. Þetta eru froðufellandi stríðsæsingamenn, sem lugu stríði við Írak upp á Bandaríkin og umheiminn og líta á útlendinga sem hunda og samninga við útlend ríki sem marklausa. John Bolton varð sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum og Paul Wolfowitz verður forstjóri Alþjóðabankans, af því að ríki Evrópu hafa tæplega bein í nefinu til að hafna honum.