Samkvæmt leyndri fókuskönnun skiptust vinir dagblaða 2005 í fjóra flokka: Patrísea og rétttrúaða, uppreisnarmenn og plebeja. Patrísear vildu Moggann, voru hræsnarar, valdshyggjumenn. Félagslega rétttrúaðir vildu Fréttablaðið og voru opnir fyrir gagnrýni. Uppreisnarmennirnir vildu gamla DV eins og það var til 2001, töldu allt vald spilla. Plebejarnir vildu DV eins og það var til 2006, vildu blóð og tár. Fókuskannanir geta ekki upplýst stærðir hópa, svo að við vitum þær ekki. Ég hef trú á, að hér á landi geti lifað prentmiðill, sem sameinar tvo notendahópa: Uppreisnarmenn og plebeja.
