Ríkisstjórnin á ekki að verja þá, sem eiga pappíra í sjóðum, góðum eða vondum. Það eru bara pappírar, sem hafa aldrei verið annað en pappírar. Hlutverk hennar er ekki að halda uppi gráðugum fávitum. Þeir eiga bara að fá að fara á hausinn sem fyrst. Hlutverk stjórnvalda er að hjálpa þeim, sem eiga ekki fyrir mat. Hún á að hjálpa ellilaunafólki og einstæðum mæðrum, öryrkjum og atvinnuleysingjum. Basta. Er bara eðlilegt hlutverk velferðar, sem þarf ekki miklar kúnstir við. Þótt ríkið verði að spara, verður það að leggja mikið fé í velferð. Ekki í pappírafólk, heldur í gamaldags velferð.