Hæstiréttur framleiðir vandamál með því að taka gömul sérlög fram yfir yngri lög almenns eðlis. Hin síðarnefndu eiga að vera rétthærri, því að í þeim felst almenn yfirlýsing um breytta lagavenju. Sem ekki er enn komin fram í ýmsum sérlögum. Stjórnlagaþingið þarf að taka á þessu. Þannig þurfa ný lög um jafnrétti kynja að vera fremri gömlum sérlögum um Hæstarétt. Þá er brýnt að hafa klausu í nýrri stjórnarskrá um, að dómurum sé skylt að fara eftir henni, þótt eldri lög víki frá henni. Ég treysti ekki lagatæknum dómstóla til að fara eftir stjórnarskránni, nema þeir fái sérstök fyrirmæli um það.