Höskuldur Þór Þórhallsson hitti naglann á höfuðið um útkomu kosninganna. Hinn nýi þingmaður Framsóknar sagði nú skipta höfuðmáli að komast í stjórn. Engu máli skipti, hvort það væri hægri eða vinstri stjórn. Framsókn fremur stórvirkjanir í hægri stjórn og stöðvar þær í vinstri stjórn. Framsókn er ekki í stjórn til að hafa pólitísk áhrif, heldur til að útvega vinnu. Þegar fylgið hrynur af hefðbundnum flokkum, sleikja þeir sárin í stjórnarandstöðu eitt kjörtímabil. En Framsókn er ekki flokkur, heldur vinnumiðlun. Hún þarf að passa gæludýrin. Hún má ekki missa út neitt kjörtímabil.
