Papparassar saklausir

Punktar

Margir telja, að svonefndir papparassar hafi valdið dauða Díönu prinsessu í Pont d’Alma veggöngunum í París 1997. Þeir voru hins vegar sýknaðir í réttarhöldum. Henri Paul, ökumaður bílsins, var mjög drukkinn. Ökulagið á bílnum fyrir slysið var undarlegt. Er menn efast um þá opinberu skýringu, að ölvun við akstur hafi valdið slysinu, hafa þeir aðeins haldreipi í því, að eftirlitsmyndavélar í göngunum virkuðu ekki, þegar bíllinn fór um göngin, þótt þær hafi virkað nokkru áður. Sú staðreynd bendir hins vegar ekki til sektar hjá papparössum.