Páll slakar á rökunum

Punktar

Les alltaf Pál Vilhjálmsson. Samt hefur hann dofnað síðustu vikur. Í morgun skammar hann Guðmund Andra Thorsson fyrir stuðning við Evrópuaðild. Fjallar um búsetu Guðmundar í hverfi 101, sama hverfi og Jón Ásgeir. Fjallar svo um, að hann skrifi í blað, sem Páll kallar Baugstíðindi. Virðist líta á þetta bull sem rök gegn máli Guðmundar. Í grein Páls eru þó minnst á málefnalegt atriði: Hvort við munum fá meira frá Evrópu eða leggja meira til Evrópu, í peningum talið. Sem tryggur lesandi Páls vildi ég, að hann fjallaði meira um slík atriði málefnaleg. En bullaði minna um hverfi 101 og Baugstíðindi.