Sarah Palin berst nú hart fyrir að verða næsti forseti eftir Barack Obama. Hún var í lausagangi síðustu vikur kosningabaráttunnar og hrelldi John McCain. Hún veit ekki, hvaða tvö lönd liggja að Bandaríkjunum. Hún heldur, að Afríka sé ríki. Eftir ágætt sjónvarpsviðtal við Charlie Gibson frá ABC hætti hún að hlusta á ráðgjafa McCain. Hún fór illa undirbúin í hroðalegt viðtal við Katie Couric hjá CBS. Þar kom í ljós, að hún vissi lítið sem ekkert um þjóðmál. Hún er svo heimsk, að hún veit ekki, að hún er ófróð. Og svo sjálfhverf, að hún telur sig geta orðið næsti forseti Bandaríkjanna.