Fínt er að fá Norðmann í Seðlabankann. Svein Harald Öygard er ekki skyldur neinum Íslendingi eða tengdur, guði sé lof. Hann er ekki á framfæri neins flokks eða hagsmuna. Hann er ekki í Sjálfstæðisflokknum og hefur ekki verið í stjórn Vöku. Mikil tilbreyting er að fá hæfan seðlabankastjóra eftir algera og blinda vanhæfni síðustu ára. Vonandi líður Öygard enga séríslenzka sérvizku í bankanum. Vertu velkominn. Meiri efasemdir hef ég um Arnór Sighvatsson sem aðstoðarbankastjóra. Hann hefur árum saman verið of mikið tengdur algeru og blindu aðgerðarleysi Seðlabankans í bankasukkinu.