Þjóðarpúls Gallup hefur lengi verið gölluð aðferð við að kanna pólitískar skoðanir. Púlsinn er tekinn á löngum tíma, heilum mánuði. Niðurstöður eru því að meðaltali eldri en í öðrum könnunum, sem birtar eru í millitíðinni. Tölur Þjóðarpúlsins eru svo gamlar, að þær eru ónothæfar. Nú reynir Gallup að bæta sér það upp með því að meta þróun fylgis eftir vikum. Þá er komið svo fátt fólk í úrtak hverrar viku, að tölurnar verða þess vegna marklausar. Gaman væri að vita, hversu margir eru í hverjum hópi, þegar búið að sundra úrtakinu niður á vikur og flokka. Það er óvísindaleg aðferðafræði.