Enn er Atlantshafsbandalaginu breytt. Reynt að gefa því tilgang löngu eftir andlát Sovétríkjanna. Nýjasta trikkið er geimskjöldur, sem á að verja okkur fyrir kjarnorkuárás. Ekki er tekið fram, hvaðan árásin komi. En ekki kemur hún frá Rússum, sem eru að verða innsti koppur í búri. Kannski kemur hún frá Langtburtistan, sem er orðið helzti óvinurinn. Umrætt land er eins konar heiðnaberg þjóðanna, þar sem útilokað er að innleiða vestræn sjónarmið. Guðmundur biskup góði hafði vit á að vígja ekki íslenzk heiðnaberg. Einhvers staðar verða vondir að vera. Og gráðugan hergagnaiðnaðinn þarf að stöðva.