Óvinur þjóðarinnar númer eitt

Punktar

Öflugasta stjórnmálaafl Íslands um þessar mundir er Hæstiréttur. Nú síðast ákvað hann, að mútur séu heimilar í samskiptum risafyrirtækja og hreppa, samanber Urriðafoss. Næst áður ógilti hann kosningar til stjórnlagaþings, því að honum líkaði ekki úrslitin. Þar á undan úrskurðaði hann, að hluthöfum komi rekstur fyrirtækja ekki við. Viðhorf hans til mannréttinda er slíkt, að dómar hans hrynja oftar en ekki fyrir fjölþjóðlegum dómstólum í Evrópu. Hann er vel fær um að úrskurða stjórnir banka saklausar vegna þekkingarleysis. Á víðar eftir að reka flein í hjól réttlætis. Óvinur þjóðarinnar númer eitt.