Óvinur þjóðarinnar

Punktar

Ríkisstjórnin hefur örfá markmið og ekkert þeirra hjálpar almenningi. Hún vill tryggja, að auðgreifar geti stolið fjármagni undan skiptum í þjóðarbúskapnum og komið því fyrir í skattaskjóli. Vill tryggja, að 1% þjóðarinnar njóti rentunnar af auðlindunum. Vill lækka launin í landinu með því að flytja inn þræla, sem fá 400 krónur á tímann. Vill auka svigrúm glæframanna til að okra á túristum og losna við opinber gjöld. Brýtur niður innviði samfélagsins með vanfjármögnun heilbrigðisstofnana, vegagerðar og skóla. Í kjölfarið siglir einkavæðing með auknum kostnaði. Ríkisstjórnin er óvinur þjóðarinnar númer eitt, tvö og þrjú.