Óvinur neytenda númer eitt

Punktar

Landbúnaðarráðuneytið er óvinur neytenda númer eitt. Berst fyrir viðgangi verndartolla í væntanlegum samningi um aðild að Evrópusambandinu. Höfuðmál sambandsins er að koma á frjálsum viðskiptum milli landa. Og leysa vanda landbúnaðarins fremur með búsetustyrkjum til jaðarsvæða. Matarverð á Íslandi mundi lækka um 15%-20% við aðild að Evrópusambandinu. Margur mundi fagna minni kjarabótum en þeim. Mundi bjarga mörgum fjölskyldum, sem eiga um sárt að binda eftir hrunið. Landbúnaðarráðuneytið reynir að hindra verðlækkunina. Ráðuneytið og Jón Bjarnason ráðherra eru óvinir neytenda númer eitt.