Óvinur mannréttinda nr. 1

Punktar

Bandaríkin eru versti óvinur mannréttinda í heiminum, ekki vegna þess, að þau framkvæmi sjálf verstu brotin, heldur vegna fordæmisgildis hegðunar eina núlifandi heimsveldisins. Bandaríkin styðja óvini mannréttinda víða um heim, til dæmis í Pakistan, Afganistan, Úzbekistan og Indónesíu. Helstu ofsækjendur minnihlutaþjóða og hernuminna þjóða, svo sem Rússland, Kína og Ísrael, notfæra sér svokallaða baráttu Bandaríkjanna gegn hryðjuverkum. Bandaríkin hafna Genfarsáttmálanum um meðferð stríðsfanga, þau hafa lýst stríði á hendur nýja, alþjóðlega mannréttindadómstólnum í Haag og þau hafa reynt að hindra formlegt alþjóðasamstarf gegn pyndingum. Þetta kom fram í ársskýrslu Human Rights Watch í New York í gær.