Komið hefur á óvart, að meirihluti Bandaríkjamanna styður málfrelsi aðeins sem hugmynd, en ekki sem veruleika. Meirihlutinn vill í raun, að blaðamenn séu skráðir og þeir verði látnir sæta sektum fyrir óþægilegar fréttir, þótt sannar séu. Rannsóknablaðamennska er víkjandi og einnig vinsældir hennar. Af djúpu vantrausti á fjölmiðlum hafna Bandaríkjamenn forsendu í stjórnarskránni og eru sáttir við að gefa eftir hluta af mannréttindum þjóðfélagsins. Hvernig hefur þetta getað gerst? Það stafar af, að lýðræði er svo sjálfsagt, að menn nenna ekki að sinna því.