Góðar fréttir eru, að Framsókn sé komin niður í 8% fylgi og að formaður hennar fær falleinkunn, hvort tveggja í traustum skoðanakönnunum. Raunar var hún á þessu bili fyrir hálfu ári líka. Samkvæmt þessu fengi hún aðeins fimm þingmenn. Ef þetta er varanleg staða, getur þjóðin vænzt þess að ná þeim árangri eftir næstu þingkosningar, að Framsókn megni ekki að verða aukahjól í næstu ríkisstjórn. Þar með yrði lokað fyrir spilltustu vinnumiðlun þjóðarinnar. Framsókn er fyrst og fremst vinnumiðlun, rekin til að útvega glæstustu sonum hennar feit og fín embætti, en stefnan vafrar út og suður.