Óvinsæl Evrópa

Punktar

Ósigur evrunnar í Svíþjóð var aðvörun til Evrópusambandsins. Því hefur hrapallega mistekizt að ná eyrum, hugum og hjörtum almennings í aðildarríkjunum. Ekkert fækkar þeim, er líta á það sem skriffinnskubákn í Bruxelles. Almannatengl virðast vera lokuð bók fyrir ráðamönnum sambandsins. Það þarf í senn að breyta ímynd og innihaldi sínu til að geta orðið marktækt sameiningarafl Evrópubúa.