Landsbankinn, Arion og Íslandsbanki eru óvinir þjóðarinnar númer eitt, tvö og þrjú. Bankarnir eru skipaðir sömu bófunum í ábyrgðarstöðum og á toppnum skipaðir nýjum bófum í gamla stílnum. Þeir eru þegar farnir að blása upp blöðrur með ímynduðum hagnaði, sem fenginn er með bókhaldsbrellum. Þeir veita atvinnulífinu engan stuðning. Eru einkum í vaxtamismun og að innheimta arfinn frá gömlu bönkunum. Allar rekstrarhefðir eru óbreyttar, þar á meðal áherzlan á bankaleynd. Hún er aðferð bankanna til að fela lögbrot sín og siðblindu. Pólitíkusum ber að umgangast þá sem helztu óvini þjóðarinnar.