Óviðráðanleg lygaþörf

Punktar

Skrítin er þörf hagstjóra fyrir að ljúga að okkur. Hver hagkóngurinn á fætur öðrum sver af sér IceSave. Jón Sigurðsson samdi við Norðurlönd um lán til Seðlabankans. Hann laug að okkur, að IceSave kæmi þar hvergi nærri. Auðvitað kom í ljós, að þar strandar allt á IceSave. Sama er að segja um landstjóra Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Hann laug að okkur, að IceSave kæmi þar hvergi nærri. Auðvitað kom í ljós, að þar strandar allt á IceSave. Önnur lygi hagstjóra er að vísa á hinn aðilann, hann heimti leynd. Auðvitað kom svo í ljós, að enginn heimtaði neina leynd. Nema auðvitað ríkisstjórnir Íslands.