Óvenjulegt jólasjónarhorn

Punktar

Mamúd Amadinejad Íransforseti flutti brezku þjóðinni jólaávarp í boði rásar fjögur. Óskaði Bretum til hamingju með Jesúm Krist og hvatti þá til að fara að kenningum hans. Það væri vilji þjóða heimsins. Andstaða við orð spámanna á borð við Jesúm væri orsök vandræða heimsins núna. Auðvitað fór erindið í taugar Moggans og valdamanna. Kölluðu hann morðóðan ofsatrúarmann, sem vildi Ísraelsríki illt. Amadinejad fetar hjá rás fjögur í fótspor Brigitte Bardot, Jamie Oliver og fleira frægðarfólks. Ávörp þeirra áttu að gefa óvenjulegt sjónarhorn á jólin og jólaboðskapinn. Ekki veitir okkur af fjölbreytni.