Lögfræðileg bragðvísi hefur öldum saman verið ein af íþróttum Íslendinga. Dómsmálaráðuneytið hefur staðið sig vel í þessari þjóðaríþrótt með því að finna í varnarsamningnum við Bandaríkin ákvæði, sem túlka má á þann hátt, að Bandaríkjum sé skylt að lána okkur hraðskreið varðskip, svo sem dómsmálaráðuneytið hefur lagt til.
Dómsmálaráðuneytið hefur jafnframt upplýst, að Landhelgisgæzlan hafi svipaðan áhuga á bandarískum skipum af Asheville-gerð og sovézkum skipum af Mirka-gerð. Fróðlegt verður að fylgjast mcð, hvernig bandaríska stjórnin verst þessu óvænta og skemmtilega markskoti dómsmálaráðuneytisins.
Jónas Kristjánsson
Dagblaðið