Óupplýstar þingnefndir

Punktar

Páll Hreinsson er meinið í rannsóknanefnd Alþingis um bankahrunið. Reyndi að reka eina nefndarmanninn, sem hefur traust, Sigríði Benediktsdóttur, kennara við Yale háskóla. Glæpur hennar fólst í að segja í Yale almælt og sjálfsögð tíðindi af hruninu. Páll hefur langa harmsögu í kerfinu. Nú síðast í morgun var tveimur nefndum Alþingis neitað um upplýsingar á grundvelli laga, sem Páll samdi um aðgang að upplýsingum. Þau lög eru forkastanleg, enda er verið að breyta þeim róttækt. Páll á ekki að vera í rannsóknanefnd um bankahrun. Hann er kerfiskarl, sem getur ekki séð neitt athugavert við spillt kerfi.