Abu Farraj al-Libbi var til skamms ekki á neinni bandarískri skrá yfir hættulega hryðjuverkamenn á vegum Osama bin Laden. Svo var þessi maður allt í einu handtekinn í Pakistan og sagður þriðji maður í valdakerfi al Kaída, jafnvel talinn hægri hönd Osamas. Fjölmiðlar taka þessa fullyrðingu upp hver eftir öðrum, án þess að hafa nokkurn fyrirvara um, að hún kunni að vera tóm lygi eins og margt annað, sem kemur frá bandaríska stríðsmálaráðuneytinu. Sjálfur er Osama bin Laden í bezta yfirlæti í fjöllum Afganistans og Pakistans, þótt milljarðar króna hafi verið lagðar til höfuðs honum.