Ósýnilega huldufólkið

Punktar

Ég efast um, að Bjarni Benediktsson, Benedikt Jóhannesson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þekki nokkurn, sem hefur minna en milljón í ráðstöfunartekjur á mánuði. Efast um, að þeir eigi vin, sem hefur minna en tvær milljónir. Heimur þeirra endar í einni milljón. Annað telja þeir bara vera sögur upp úr Grimms ævintýrum, þegar fátækir voru til. Geta líka vísað til þess, að statistík miðja á íslenzkum excel-gröfum hafi það bara helvíti gott. Botninn er einhvers staðar úti í mýri, húsnæðislaus ungmenni, aldraðir, öryrkjar og sjúklingar. Þessir hópar dragast aftur úr við hverja hækkun í prósentum. Þetta er ósýnilega huldufólkið.