Snemma í vetur kvartaði lesandi við fjölmiðil um, að breidd niðursneiddra stykkja af osti frá Osta- og smjörsölunni væri ekki í neinu samræmi við algengustu breiddir á ostaskerum. Fjölmiðillinn hafði samband við blaðurfulltrúann, sem sagði það vera óvænta og athyglisverða hugmynd, að hafa breiddina á stykkjunum í samræmi við ostaskerana. Nú er liðið svo sem hálft ár, en ekki bólar á heppilegum breiddum af osti frá einokunarfyrirtækinu. Verkefni, sem samkeppnisfyrirtæki væri búið að leysa fyrir löngu, vefst fyrir einokunarfyrirtæki, sem þarf í rauninni ekki að spyrja neytendur um neitt.