Össur skilur ekki glæpinn

Punktar

Össur Skarphéðinsson og Jón Kaldal viðra skrítna hugmynd. Ótímabært sé að gera upp sakir þeirra, sem settu þjóðina á hausinn. Össur telur rétt að gera það í sagnfræðiritgerðum eftir mörg ár. Skilur hvorki glæpinn né hug fólksins. Þjóðin veit, að hún hefur verið höfð að fífli. Hún vill saksókn og sakfellingu innlendra hönnuða hrunsins. Kandídatar eru nógir: Helztu eigendur bankanna, helztu stjórnendur bankanna, fjármálaeftirlitið eins og það leggur sig, svo og nokkrir ráðherrar. Einkum þó og sér í lagi Davíð Oddsson klappstýra, sem liggur í Kastljósinu eins og mara á þjóðinni.