Nú er júlí búinn og enn hafa ekki komið fram öll gögn um IceSave. Enn er óbirtur hliðarsamningur, sem fylgdi aðalsamningum við Bretland og Holland. Samt eru samningarnir vikum saman látnir velkjast um Alþingi. Meðan eitt plaggið af öðru er togað með töngum upp úr ríkisstjórninni. Ég skil ekki vinnubrögð stjórnar, sem þykist hafa gegnsæi að markmiði. Hún reynir að fá samþykktan samning, án þess að öll gögn fylgi. Svo kvartar hún um, að tafir á afgreiðslu IceSave á Alþingi fresti afgreiðslu lána. Af hverju lætur ríkisstjórnin svona? Af hverju getur hún ekki bara lagt spilin á borðið?