Það er óskammfeilni af Alþjóðlega gjaldeyrissjóðnum að senda menn um lönd til að hafa álit á efnahagsmálum. Fáar stofnanir í heiminum hafa orðið að eins miklu aðhlátursefni og þessi banki. Hann tók þátt í að rústa efnahag Rússlands á tíma Jeltsíns. Með því að troða úreltum kreddum frá háskólanum í Chicago upp á ríkið. Sjóðurinn hefur haft slæm áhrif víðs vegar um þriðja heiminn. Einkum hefur hann valdið almenningi hörmungum. Með kröfu um erlent vinnuafl og lægra kaup, andúð á samtökum launþega og hatri á velferð. Bezt hefur gengið þeim ríkjum, sem minnst mark hafa tekið á sjóðnum.