Óskabörn þjóðarinnar

Punktar

Nokkrir ágjarnir Íslendingar hafa lent í kasti við lög í fjarlægum löndum. Þjóðin dauðvorkennir þeim eins og öðrum skúrkum. Fjölmiðlar rekja, hversu skelfilegt sé að vera í erlendum fangelsum. Þar komi ekkert lukkudýr ágirndarinnar færandi hendi með rúm og flatskjái. Það síðasta telst til mannréttinda íslenzkra fanga. Mér hefur aldrei dottið í hug að kaupa slíka vöru handa sjálfum mér, hvað þá föngum. Fangar eru forgagnsstétt. Þeir fljúga inn á Alþingi undir merkjum ágirndarflokksins. Næst þarf að senda lukkudýrið um heiminn með rúm og flatskjái handa óskabörnum þjóðarinnar.