Hvar er Sérstakur ríkissaksóknari? Er hann í fríi? Eða dauður? Engin leið er að sætta sig við, að hver mánuðurinn líði af öðrum, án þess að hann gefi út ákærur. Þær áttu að koma fyrir ári samkvæmt fyrstu loforðum hans. En engin ákæra hefur enn birzt. Seinagangurinn skaðar samfélagið og magnar máttlausu reiðina, sem myrkvar þjóðfélagið. Margir ætla að segja nei á laugardaginn, því að þeir halda sig annars borga fyrir Bjöggana. Að lögum verði ekki komið yfir bófana, sem settu okkur á hausinn. Í því felast ósæmileg áhrif Sérstaks ríkissaksóknara á eðlilegan friðarsamning þjóðarinnar við útlandið.