Örvænting Sjálfstæðisfólks

Punktar

Hversu lengi hyggst Flokkurinn reyna á þolinmæði vora? Flestir, sem nú senda mér tölvupóst, eru Sjálfstæðis. Þeir, senm gráta hæst, kusu bjartsýni Flokksins og frjálshyggju hans. Töpuðu tugum milljóna á hlutabréfakaupum. Ég hef væga samúð með sumum, sem væla hæst um illa meðferð á sér. Þeir kusu yfir okkur Flokkinn og frjálshyggjuna. Þegar hvort tveggja hrynur, veina þeir og heimta, að skattgreiðendur bjargi sér. Bak við tvo stóru dólgana, Flokkinn og frjálshyggjuna, eru flokksfíflin, sem nú tapa fé. Kannski kjósa þeir skynsamlegar næsta sinn. Þolinmæði þjóðarinnar hlýtur senn að þrjóta.