Örorka ríkisins

Punktar

Það er úti af kortinu, að óviðkomandi aðilar geti troðið örorkuskyldum ríkisins upp á lífeyrissjóði landsins. Þeir geta ekki veitt sjóðfélögum sínum sómasamlegan lífeyri, af því að 20% af tekjum þeirra fara í greiðslur til öryrkja. Mál er að þeirri óhæfu linni. 10% er hámark á þessu undanskoti peninga almennings. Ríkið á að sjá um örorkumál. Lífeyrissjóðir eiga að sjá um lífeyri. Einhvers staðar í nálægri fortíð hefur orðið bilun í þessu kerfi verkaskiptingar, sem lífeyrissjóðir verða að vinda ofan af, þótt hagsmunaaðilar og billegir pólitíkusar reki upp ramakvein.