Örmagna heimsveldi

Punktar

Ósigur Bandaríkjanna og Bretlands í Írak stöðvar frekari árásir þeirra á harðstjóra. Hugsjón íhlutunar í skítaríki, sem hófst til virðingar á Balkanskaga, hrundi aftur í Afganistan og Írak. Menn treysta sér ekki í slíkt eftir hrunið í Írak. Allir sjá, að ástandið þar var betra á tíma Saddam Hussein. Vesturveldin þora því ekki að ráðast á Súdan og frelsa Darfur-hérað. Hin skýringin á vangetunni er sú, að Bandaríkin standa ekki í skilum með greiðslur til friðargæzluliða í Darfur. Vanskil Bandaríkjanna nema einum milljarði dollara. Fjárhagslegt og hernaðarlegt vanhæfi í senn.