Þegar ríkisstjórn Geirs Haarde íhugaði, hvaða leið skyldi fara í gjaldþroti gömlu bankanna, komu fjórar leiðir til greina. Sú leið, sem farin var, fól í sér neyðarlög, sem skildu útlendinga eftir á köldum klaka. Afleiðingin af því er til dæmis IceSave hnúturinn. Betra hefði verið að fara aðra leið, sem talin var koma til greina. Hún fól í sér að færa aðeins innistæður upp að hámarki innistæðutrygginga inn í nýju bankana. Komið hefur í ljós, að fyrri leiðin gagnaðist einkum nokkrum tugum stóreignamanna, en síðari leiðin hefði dugað öllum almenningi. Og hún hefði leitt til minni skulda skattgreiðenda.