Orkuveitan

Punktar

Fróður maður sagði mér í gær, að söluverðmæti Orkuveitu Reykjavíkur væri komið upp í 120 milljarða, meira en skuldir Reykjavíkurborgar, sem á fyrirtækið. Orkuveitan hefur með Hitaveitu Suðurnesja skákað Landsvirkjun sem framleiðandi orku til stóriðju, tiltölulega vistvænnar orku. Orkuveitan er stöðugt að kaupa litlar hitaveitur, nú síðast austur í Rangárvallasýslu. Sumt hefur mistekizt af tilraunum hennar, en í stórum dráttum er komið til sögunnar moldríkt fyrirtæki með framtíðarsýn. Það má hafa til marks um eymd Framsóknar, að Alfreð Þorsteinsson fer í taugar flokksforustunnar.