Orkuveitan er söm við sig. Forstjórinn fattar, að óvæntur viðbótarkostnaður verði við orkuver fyrir stóriðju. Hyggst þá að henda kostnaðinum á herðar almennings. Þýðir á íslenzku, að þú þarft að niðurgreiða orku til stóriðju. Í venjulegum gassagangi verkfræðinga býður hún botnverð á orku til stóriðju. Getur svo ekki mætt auknum kostnaði við framkvæmdina. Forstjórinn heimtar undanþágu frá mengunarreglum allan þennan áratug. Hvergerðingar mega sæta eiturgufum þann tíma, enda skipta þeir engu máli, eru bara almenningur. Nú bíður Orkuveitan bara eftir nýrri landstjórn til að geta spúð eitri að vild.