Orkuveitan er gjaldþrota

Punktar

Ótrúlegt tap Orkuveitu Reykjavíkur nemur margfaldri sölu fyrirtækisins á hita og rafmagni til notenda. Tapið nemur 73 milljörðum króna. Það stafar af fáránlegu braski veitunnar í þágu álbræðslna og annarra draumóra. Þetta er óskiljanlega há tala í samanburði við lítil umsvif veitunnar í þágu notenda. Græðgisvæddir ráðamenn hennar hafa árum saman verið úti að aka. Samt eru þeir enn við völd í skjóli Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins. Helzta verkefni kjósenda í næstu byggðakosningum er að koma flokkum helmingaskipta og hruns frá völdum í Reykjavík. Því að Orkuveitan er tæknilega gjaldþrota.