Hef verið áratugum saman á opinberum vettvangi, orðinn hokinn af reynslu. Hef skammað alla, sem máli skipta. Aldrei verið próventukarl þeirra, sem völdin hafa hverju sinni í pólitík eða peningum. Og margoft hef ég skammað þjóðina í heild. Verður sennilega ekki talið gott vegarnesti í framboði til stjórnlagaþings. En samt er gaman að sjá, hversu margir láta sig hafa það að kjósa skrögginn, sem hefur haft þá á hornum sér. Skoðanir mínar sjást á heimasíðu minni. Hún nær aftur til ársins 1973. Leitarorðið STJÓRNLAGAÞING sýnir þér 106 greinar og leitarorðið STJÓRNARSKRÁ sýnir þér 260 greinar.