Orðhengill

Punktar

Ráðherrar eru oft sakaðir um siðleysi og þeir hafna slíkri lýsingu jafnóðum. Ástæðan hjá þeim öllum er hin sama og hjá Jóni. Þeir hafa gefið sér aðra túlkun á hugtakinu loforð en annað fólk hefur. Þeir telja sig hafa gefið vilyrði um viljayfirlýsingu, sem muni kannski verða efnd að hluta einhvern tíma eftir skilafrest loforðsins. Einmitt af þessari ástæðu njóta stjórnmálamenn lítils trausts. Jón ráðherra hefur magnað þá skoðun almennings, að marklausir séu stjórnmálamenn, sem hafa komizt til áhrifa. Þeir muni í tæka tíð snúa sig úr vandanum með orðhengilshætti.