Jónína Benediktsdóttir líkist snillingum útrásar og fræðingum hennar, sem finna upp ný orð. Fjárkúgun sína kallar hún “götustrákamál”, eins og Árni Johansen kallar pústra sína “sjómannamál”. Árás á krónuna kallar Heiðar Már Guðjónsson “stöðutöku” og “skortsölu”. Blásnar blöðrur bófa kalla fræðingar “veltu” og “hagvöxt”, sem flyzt yfir í hagtölur landsframleiðslu. Afhending fyrirtækja til braskara heitir útvegun á “kjölfestufjárfesti”. Allt eru það orðaleppar til að fela glæpi. Öll hagfræði hrunsins er útbíuð í orðavali bófanna. Hefur þann eina tilgang að fela atferli, sem þolir ekki dagsljós.