Orðaflaumur og bull

Punktar

Stjórnarsáttmálinn er orðaflaumur utan um, að ekki verði snert á viðkvæmum málum og að fagur vilji sé til að gera eitthvað ótiltekið á öðrum sviðum. Ótal nefndir, „þverfaglegir hópar“, á máli sáttmálans eiga að sofa á ýmsum málum. Ástæða er þó til að ætla, að umhverfismálum verði betur sinnt. Og eitthvað ætti að nást út úr bönkunum í heilbrigðismál. „Stórsóknir“, „markviss skref“ og „sóknaráætlanir“ eru ótímasettar. Fyrst og fremst er sáttmálinn innantómur orðaflaumur almannatengsla, þar sem ekki er hægt að festa hendur á neinu. Textinn hæfir auðvitað ríkisstjórn, sem snýst ekki um mál, heldur um stóla og völd ráðherra, sem sumir eru lögbrjótar.