Rússland hefur ekki bara rofið skriflegan samning um vopnahlé við Georgíu. Það tekur ekkert mark á honum. Það tekur ekkert mark á eigin undirskrift. Ekki er heldur neitt mark takandi á yfirlýsingum rússneska hersins um aðkomuna í Suður-Ossetíu. Spunadeild Rauða hersins nýttur einskis trausts, ekki frekar en spunadeild Atlantshafsbandalagsins. Þar að auki hindrar herinn alla umferð blaðamanna um svæðið. Það eitt nægir til að fullyrða, að herinn fer með rangt mál um stöðu mála. Vitað er um fjölbreytt ofbeldi Rússa, en sögur af ofbeldi Georgíumanna verða að teljast marklaust slúður.