Þótt talað sé um DV sem of ókurteisan fjölmiðil, á hann þó langt eftir enn í þá gömlu og góðu dönsku. Gaman er að lesa lýsingar danskra blaða á Fogh-Rasmussen forsætisráðherra. Hann er sagður sjúkdómahræddur með afbrigðum, vill helzt ekki deila salerni með öðru fólki, reynir að opna hurðir með olnboganum, svo að hann fái ekki veirur og sýkla í lófana. Flestir eru sammála um, að hann sé með leiðinlegri mönnum, ekki sú týpa, sem menn mundu bjóða heim til sín í mat. Hins vegar er hann kúristi, vinnur heimavinnu sína vel í pólitíkinni og kemur til fundar betur undirbúinn en aðrir.