Styð hugmynd Egils Helgasonar um, að Dalai Lama verði boðið til Íslands. Hann er einn af fremstu hugsuðum heims um þessar mundir. Mér varð þeirrar ánægju auðið að hlusta á frábært erindi hans í Nýju Dehli fyrir áratug. Einn af fáum ræðumönnum, sem vert er að heyra. Hann er fulltrúi fornrar þjóðar, sem er illa kúguð af Kínastjórn. Stjórnvöld Íslands og einkum þó forseti eða kóngur Íslands hafa orðið sér til skammar með sleikjum við Kína í tilefni olympíuleikanna. Þessir aumu aðilar mundu bæta í nokkru fyrir misgerðir gagnvart Tíbet með því að bjóða Dalai Lama í opinbera heimsókn.
