Í þorskastríðunum áttum við frábært sendiráð í London. Helgi Ágústsson var þá sendifulltrúi þar, alger snillingur. Hann hélt daglega fundi með brezkum blaðamönnum og þeir átu úr lófa hans. Það var lykillinn að linku Bretlands undir lok stríðsins og sigri okkar. Nú er öldin önnur, sendiráðið í London er máttvana í alvörumálum. Það var gagnslaust á tíma vanhæfu stjórnarinnar og er það enn í dag á tíma vinstri stjórnar. Þegar brezk stjórnvöld ljúga að borgurum sínum til að fegra stöðu sína, eru engin viðbrögð í sendiráðinu innan klukkustundar. Þannig gat Gordon Brown kennt Íslandi um eigin afglöp.