Ónýtar kynslóðir lagatækna

Punktar

Brynjar Níelsson lagatæknir skrifar enn eina undarlegu blaðagreinina í dag. Kvartar yfir vankunnáttu nýrra lagatækna frá nýjum háskólum. Þeir falla víst í stórum stíl á lögmannaprófi. En þeir eru akkúrat ekki vandamálið. Heldur hinir, sem standast prófið. Áratugum saman hefur Háskóli Íslands útskrifað siðlausa lagatækna sem lögmenn. Það er eitt stærsta vandamál þjóðarinnar. Dómstólar og málflutningur eru mönnuð arftökum Brennu-Njáls. Lagatæknar læra að flækja mál og að eyða þeim. Þeir eru orðhengilsmenn, sem lesa furðulegt innihald úr bókstaf laganna. Vandi lögfræðinnar felst ekki í þeim, sem falla á prófi, heldur hinum, sem standast.