Öngþveiti flutt milli bæja

Punktar

Gert er ráð fyrir nýju 1200 íbúða hverfi vestast á Kársnesi í Kópavogi. Smíðin er þegar hafin. Samkvæmt skipulagi verður fyrirsjáanlegt öngþveiti á Kársnesbraut leyst með því að reisa brú yfir Fossvog að suðurenda löngu flugbrautarinnar vestan Nauthólsvíkur. Þaðan á umferðin að fara austan og vestan flugvallarins inn á Hringbraut og Miklubraut. Verður fagnaðarefni borgarstjórninni í Reykjavík, sem getur komið upp áhugaverðu umferðaröngþveiti á mestu álagsbrautum Reykjavíkur. Þannig má flýta hinum bíllausa lífsstíl, þegar reiðhjól og strætó taka við auknu álagi. Strætó fær þá sérakreinar fyrir sig og verður endurskírt sem Borgarvagnar.