Ömurlegasta nefnd landsins

Punktar

DV hefur eftir Össuri Skarphéðinssyni, að Þingvallanefnd sé fínasta nefnd landsins. Nær væri að segja hana ömurlegustu nefnd landsins. Hún á að passa Þingvallasvæðið, en gerir ekki. Risið hafa nýir og endurbættir og stækkaðir bústaðir á svæðinu, sem heyrir undir nefndina. Andvaraleysi hennar er slíkt, að sækja ber nefndarmenn til saka fyrir ráðleysi og umboðssvik. Ef Össuri ráðherra og nefndarmanni finnst þetta fín nefnd, er bann úti að aka. Nú á loksins að skipta um fólk í nefndinni. Björn Bjarnason og Össur verða þar ekki lengur, guði sé lof. Vonandi gera nýtt fólk þetta að nothæfri nefnd.